Skip to content

C-Detect

Upprunalegt verð 60.000 kr - Upprunalegt verð 60.000 kr
Upprunalegt verð
60.000 kr
60.000 kr - 60.000 kr
Verð 60.000 kr

C-Detect er nýtt lækningatæki frá Waire Health á Írlandi sem símælir púls, öndunarhraða,
líkamshita (kjarnhiti), súrefnismettun, 3-axis stöðu, fall/stöðu einstaklings.

Tækið getur tengst í gegnum app í síma eða önnur snjalltæki og einnig annan tækjabúnað á heimilum, dvalar- og sjúkraheimilum og sjúkrahúsum. Tækið heldur utan um gögnin yfir lengri tíma.

C-Detect er nýtt lækningatæki sem mælir púls, öndunarhraða, líkamshita og súrefnismettun. Lækningatækið eykur öryggi og minnkar álag fyrir bæði notendur, heilbrigðisstarfsfólk og aðstandendur. Lækningatækið hefur verið þróað í samvinnu við nokkrar stórar stofnanir, m.a. Karolinska Institutet í Stokkhólmi. C-Detect er þróað fyrir heimanotkun, dvalar- og sjúkraheimili og sjúkrahús.

C-Detect er algjörlega sjálfstætt tæki og virkar, hvort sem það er tengt eða ekki og þarf ekki sérstaka innviði fyrir samskipti, eins og t.d. router eða hub. Öll samskipti eru vistuð inni í vélbúnaði C-Detect. Mælirinn mælir lífsmörk notandans stöðugt í hvíld og er staðsettur á upphandlegg til að hámarka nákvæmni, sem einnig lágmarkar hreyfitruflanir sem geta orðið í úlnliðsstaðsettum mælum og úrum.

Ólíkt æfingatækjum tryggir innbyggði 3-ása staðsetningarneminn að mælingar séu teknar „í hvíld“ þar sem skynjarinn skynjar hreyfistig og stöðu sjúklingsins. Þetta eykur enn frekar nákvæmni lífsmerkja og hefur einnig fallskynjun.

Hægt er að nota appið frá framleiðanda Waire Health til að skoða hinar ýmsu mælingar þegar það er sett upp á snjallsíma eða spjaldtölvu.